framhald

síðan ég skrifaði fyrstu færsluna hafa minningar komið uppá yfirborðið sem eiga að fylgja með þessum fyrri árum þannig að þið sem lesið þetta verðið bara að afsaka að ég fari svona úr einu í annað og svo er ég að rifja upp jafn óðum og ég skrifa. meðal fyrstu minninga minna úr sveitini sem ekki tengdist neinu góðu vöru rifrildi hjá mömmu og stjúp pabba og var það samt aðalega stjúpi minn sem maður heyrði í, hann kallaði mömmu ýmsum nöfnum sagði ýmislegt um hvernig kona hún væri að hafa eignast barn 17 ára og svo frameftir götunum, ég man að mamma var búin að pakka mikið af fötunum okkar oní töskur og kassa og læsa sig inní herbergi með okkur svo að kallin kæmi ekki inn en alltaf fékk hún að heyra þú getur farið en stelpurnar ekki, svona var hann búin að brjóta mömmu mína niður því alltaf trúði hún honum og fór ekki, ég skyldi það ekki þá afhverju við fórum aldrey en ég skil það í dag, svo ég segji aðeins frá hvernig ég var áður en ég breytist þá á þessum árum að þá var ég mjög glaðlegt barn elskaði allt og alla. var mikil félagsvera en var svona strákastelpa, ég kom sjálfri mér oft í vandræði í sveitinni og ég var það sem ég veit í dag er að ég var bullandi ofvirk enda mamma setti mig kanski í hrein og sæmileg föt eftir 10 mínutur úti þá vöru fötin ónýt :) en svona var ég bara eftir því sem tímin leið varð ég hlédræg, ég fór að loka mig af og eins ég þarf að passa litlu systur mínar, þegar ég var 5 ára að þá var ég látin elta bindivélina á sumrin og færa baggana frá svo að mugavélin kæmist fyrir því oftast voru það bara við 3 sem vörum til að vinna á bænum og gekk ég á eftir bindivélinni hring eftir hring í marga klukku tíma í einu og oft frá hádeigi langt fram á nótt og svo var farið að hirða upp baggana og koma þeim inní hlöðu á meðan heyskapurinn var þá þegar maður gat farið að sofa þá var maður yfirleitt sofnaður áður en höfuðið snerti koddan og svo bókstaflega þurfti að draga mann á fætur því maður var svo þreyttur að maður gat varla vaknað, svo ef það var ekki vinnan úti að þá varð að snúast í kringum kallin maður var sendur hingað og þangað ná í þetta eða fara með hitt og þetta átti oftast bara við mig og mömmu en þar kom nátturulega bæði voru stelpurnar svo litlar fyrst og svo fannst mér ég þurfa oft að gera meira til að þær þyrftu ekki að gera eins mikið og það er ekki langt síðan að ég áttaði mig á hvað ég gerði því í mörg ár hugsaði ég alltaf afhverju þurfti ég alltaf að vinna miklu meira en þær og hugsaði þetta var bara útaf því að hann var ekki alvöru pabbi minn en núna seinni ár þá átta ég mig á því að ég valdi þetta oft sjálf svo að þær myndu sleppa betur, svo að það sé enginn miskilningur þá var ég aldrey misnotuð kynferðislega og ég veit ekki til þess að hann hafi lamið mömmu en hann kunni og kann að nota orðin og það er síst betra, ég er að rifja þetta allt upp orðin 36 ára gömul og þið sjáið að þetta eru orðin sem sitja aðalega í minningunni ekki hvað hann gerði eða lét okkur gera heldur hvernig hann sagði hlutina, í dag veit ég hvað hann var að gera og afhverju og ég vorkenni honum í dag því hann er ekki í lagi ég vil meina að stjúpi minn sé með geðveilur eða einhvað svoleiðis en eins og hann segir hann er í lagi það eru allir aðrir andlega vanheilir eins og hann orðar það.  á þesum árum eignast ég einn vin og sá vinur fékk öll mín tár og allar mínar hugsanir og veit ég að þær voru öruggar hjá honum þetta var hundurinn á bænum hann kátur minn enda var hann besti hundur í heimi og hafði ég hann hjá mér þar til ég var á milli 10og11 ára gömul og þvílík sorg þegar hann dó, ég verð að viðurkenna að þetta er mjög erfitt að rifja þetta allt upp og það er ansi margt sem er en grafið og virðist vera margt sem ég man ekki því það eru margar eyður en þetta kemur smá saman upp þess vegna veð ég svona úr einu í annað enda skiptir það kannski ekki öllu þetta er aðalega fyrir mig enda hef ég ekki sagt mömmu eða systrum mínum frá þessu bloggi mínu kannski á ég eftir að gera það og kannski ekki kemur í ljós, nú ætla ég að stoppa í bili en held áfram síðar bæbæ

fyrstu árin

þetta eru bæði mínar minningar og eins það sem mér hefur verið sagt frá.  ég fæðist í desember nokkrum vikum fyrir tíman, átti að fæðast í janúar, mamma var einstæð móðir og er ég fyrsta barn hennar hún var 17 þegar ég fæðist, faðir minn var ekki til staðar og reyndar hefur aldrey verið, við við áttum heima hjá ömmu fyrstu árin mín, mamma vann mikið þessi ár og passaði amma mig á meðan mamma var að vinna og seinna fór ég á dagheimili, fyrstu minningar mínar á ég frá því við áttum heima hjá ömmu en við bjuggum heima hjá henni þar til á 3 ári mínu, eftir því sem mér er sagt að þá var nú lífið ekki dans á rósum á þessum árum og var mikið að gerast á heimili ömmu sem en í dag er nánast bannað að tala um nema örfár manneskjur eru ekki í felum með en aðrir þá er þetta bara algjört usss, mamma á eða átti 5 systkini á lífi á þessum árum þar á meðal bróðir sem er örfáum árum eldri en ég þannig að við ólumst að miklu leiti upp saman, þessi frændi minn sem hefur verið meir bróðir en frændi í gegnum tíðina, hann er þó nokkuð fatlaður en hefur alla tíð staðið sig eins og hetja og gert allt sem hann ætlar sér og hef ég alltaf borið mikla virðingu fyrir honum þó svo maður sé ekki alltaf sammála :) svo ég snúi mér aftur að þessum fyrstu árum :) við fluttum frá ömmu þegar ég er á 3 ári og flytjum í sveit þar sem mamma gerist ráðskona og þá byrjaði heldur betur nýtt líf það leið ekki langur tími þangað til mamma tók saman við bóndan sem við bjuggum hjá, ég naut mín vel í sveitinni fyrstu árin og svo eignaðist ég litla systir og þá er ég um 4 ára aldurinn það er ekkert smá hvað ég var stolt af því að vera stóra systir og vildi ég vernda þessu litlu prinsessusem var komin þarna til mín en stuttu eftir þetta fer líf mitt að versna því miður ég man ekki hvað ég var gömul þegar ég fór að taka eftir stóru göllunum hjá stjúpföður mínum en hann stærsti galli er að hann er alcahólisti fyrstu minningarnar um drykkju eru bara skemmtilegar hann var hress það komu gestir og þá var yfirleitt gaman og sungið og hlegið en með árunum minkaði gestakoman en hann versnað, þessi ár átti ég bara einn vin og það var annar hundurinn á bænum og hann fékk alla mína ást og líka sorgir og grátur, 3 árum eftir að fyrri sstir mín fæðist að þá fæddist önnur prinsessa og á svipuðum tíma fer ég að taka eftir að maðurinn sem ég var farin að kalla pabba var farin að útiloka mig og ég farin að finnast ég mikið síðri en hans alvöru dætur nú fyrst er ég farin að muna almennilega eftir öllu og því miður alls ekki öllu góðu heldur líka mjög slæmum minningum ég er um 7 ára aldurinn þegar seinni systir mín fæðist, þegar ég byrjaði í skóla 6 ára þá elskaði ég skólan þarna var ég að hitta krakka á mínum aldri og var með yndislega kennara en hann var bara þetta fyrsta ár svo kom nýr skólastjóri og kennari. nú er ég að hugsa um að láta staðar numið í bili því nú fer ég að byrja að rifja upp slæmar tilfinningar og slæma hluti ég veit ég veð úr einu í annað en það verður að hafa það :) þetta er bara ég :) þangað til næst bæó

 


bloggið mitt

ég ætla að byrja með smá bogg hérna :) þetta er aðalega fyrir sjálfan mig, ég ætla ekki að blogga um hvað ég er að gera dagsdaglega heldur ætla ég að fara í gegnum líf mitt og hvernig ég upplifði það, ég er ekki að þessu til að fá vorkunnsemi eða annað heldur koma þessu úr hausnum á mér svo að þið sem eigið eftir að lesa þetta kannski þá er þetta bara um mitt líf og hvernig það horfði við mér og kannski lærir einhver af því sem ég hef upplifað.

Um bloggið

Ragnheiður Laufey Önnudóttir

Höfundur

Ragnheiður Laufey Önnudóttir
Ragnheiður Laufey Önnudóttir
ég er móðir, öryrki og húsmóðir :) ég geri mitt besta í því sem ég tek mér fyrir hendur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband